Af gefnu tilefni vill Landsbankinn leiðrétta misskilning sem gætt hefur í fjölmiðlum um fasteignalán Landsbankans. Fullyrt hefur verið að Landsbankinn veiti 60% lán af markaðsvirði fasteigna á landsbyggðinni en 80% á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að lánshlutfall fasteignalána Landsbankans er allt að 80% af markaðsvirði fasteignar á virkum markaðssvæðum. Við mat á þessu er hvert tilfelli skoðað og seljanleiki eignarinnar metinn. Þannig hefur bankinn nú þegar t.d. samþykkt að lána 80% af markaðsvirði tiltekinna eigna á Reyðarfirði, Selfossi, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjanesbæ, Akureyri og fleiri stöðum utan höfuðborgarsvæðisins.