Greiningardeild Landsbankans hefur gert nýtt verðmat á Bakkavör Group.

?Við metum virði Bakkavarar á 133,3 milljarða króna miðað við 10,95% nafnávöxtunarkröfu til eigin fjár, sem gefur okkur verðmatsgengið 62,5 og vænt verð eftir 12 mánuði (e. Target price) 69,4.

Lokagengi bréfa Bakkavarar var 60,4 við lokun markaða 31.10.06. Við mælum með að fjárfestar kaupi bréf í félaginu og yfirvogi þau í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska markaðinum," segir greiningardeildin.

?Rekstur Bakkavarar hefur gengið vel á árinu og félagið vaxið umfram markaðinn. Sjóðstreymi félagsins er sterkt og hefur verið nýtt til að greiða langtímaskuldir hratt niður," segir greiningardeildin.