Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út nýtt verðmat á Kaupþing banka. ?Frá síðustu greiningu hafa bréf bankans hækkað mikið í verði sem veldur því að ráðgjöf okkar breytist úr kaupa í halda," segir greiningardeildin og metur bankann á 578 milljarða króna, sem gerir 857 krónur á hlut.

?Árið 2006 er ár samþættingar hjá Kaupþingi banka. Singer & Friedlander ætti að skila tilætlaðri arðsemi árið 2007 og eru stjórnendur því farnir að huga að frekari yfirtökum. Lausafjárstaða bankans er sterk og endurfjármögnun ársins 2007 lokið," segir greiningardeildin.