Greiningardeild Landsbankans hefur gert nýtt verðmat á Össur og metur virði félagsins á 44,4 milljarða króna eða 115,5 krónur á hlut. Vænt verð eftir tólf mánuði (e. target price) er metið á 128,9 krónur á hlut.

?Við mælum með að fjárfestar undirvogi bréfin í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenskum hlutabréfamarkaði," segir greiningardeildin.

?Rekstur Össurar gengur vel, þótt tekjuvöxtur sé tímabundið lítill vegna erfiðleika í vörudreifingu," segir greiningardeildin.