Greiningardeild Landsbankans metur Kaupþing banka á 564 milljarða króna, samkvæmt nýju verðmati. Það gefur gengið 836 krónur á hlut og tólf mánaða markgengið er (e. target price) 929. Markaðsgengi bankans er 722.

?Vegna umróts á fjármagnsmörkuðum hefur verið dýrara fyrir Kaupþing að fjármagna sig en áður. Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á vaxtarmöguleika en einnig á vaxtamun. Verðmat okkar á bankanum tekur fullt tillit til þessa," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin segir að eftir lækkun á bréfum Kaupþings undanfarna mánuði fara viðskipti nú fram á V/H gildinu 9,6 m.v. væntan hagnað 2006 og 12,8 m.v. væntan hagnað 2007, greiningardeildin mælir með kaupum á bréfum Kaupþings.