Greiningardeild Landsbankans metur Kaupþing á 1.058 krónur á hlut og tólf mánaða markgengi á 1.170 krónur á hlut, samkvæmt nýju verðmati. Það er mælt mælkt með að fjárfestar kaupi bréf í bankanum en markaðsvogi í vel dreifðu eignasafni.

"Árið byrjar vel hjá Kaupþingi. Tekjumyndun nýrra starfseininga hjá dótturfélögum er komin betur af stað en menn gerðu ráð fyrir í upphafi árs. FIH er á fullu skriði og eiga stjórnendur bankans von á verulegum tekjuvexti árin 2008 og 2009," segir í verðmatinu.