Hagnaður Kaupþings banka á öðrum ársfjórðungi var vel yfir væntingum okkar, segir greiningardeild Landsbankans sem metur nú bankann á 545 milljarða króna, eftir að hafa skoðað uppgjör bankans sem birtist í dag, og við það fæst gengið 808 krónur á hlut.

Gengi Kaupþings banka var 710 krónur á hlut við lok markaðar, samkvæmt uppýsingum frá Markaðsvaktinni.

?Við mælum því áfram með kaupum á bréfum bankans, mælum nú með markaðsvogun í stað yfirvogunar í vel dreifðu eignasafni," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin segir að með sölu á Exista mun Kaupþing í raun innleysa söluhagnað vegna VÍS, en
hann var bókfærður 7,4 milljarða króna á fyrsta fjórðungi. ?Við beitum varfærnissjónarmiðum í
verðmati okkar á Kaupþingi og tökum söluhagnaðinn aðeins að helmingi inn," segir greiningardeildin.