Dómar Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra bílalána og vaxtakjör þeirra hafara áhrif á stöðu SP-Fjármögnunar, dótturfélag Landsbankans. Í tilkynningu frá bankanum segir að hann muni styðja SP-Fjármögnun þannig að staða viðskiptavina verði trygg.

Segir að dómurinn sem kveðinn var upp í dag leiði ekki til þess að hluthafar Landsbankans þurfi að leggja honum til nýtt eigið fé. Áhrifin séu óveruleg. Hins vegar séu áhrif á SP-Fjármögnun nokkur.

Geta óskað eftir endurútreikningi

Þeir sem tekið hafa erlend fasteignalán hjá bankanum geta óskað eftir endurútreikningum þeirra. Þetta verður þó ekki í boði fyrr en endurútreikningi gengistryggðra lána er lokið.

Endurútreikningur lána mun taka töluverðan tíma og ekki er ljóst hvenær honum lýkur.  Landsbankinn mun hraða endurútreikningi eins og hægt er. Viðskiptavinir bera engan kostnað af töfinni.“

Viðskiptavinum býðst að greiða 5000 krónur af hverri milljón upprunalegs höfuðstóls á meðan endurútreikningar standa yfir. Bankinn mun reikna lánin miðað við verðtryggða og óverðtryggða vexti Seðlabankans. Lántakendur geta valið um hvor vaxtakjörin gildi.