Í gær seldu Landsbankinn og Burðarás hluti sína í Og Vodafone, Landsbankinn 6,9% og Burðarás 7,4%, samtals tæplega 15% hlut. Eftir söluna á Burðarás ekkert í Og Vodafone og Landsbankinn aðeins óverulegan hlut í veltubók auk 2,3% í framvirkum samningum við viðskiptavini. Kaupandinn er Runnur en að því nýstofnaða félagi standa Bygg, Mogs, Primus, Saxhóll og Vífilfell.

Magnús Ármann stendur að Mogs ásamt Sigurði Bollasyni og Primus er félag á vegum Hannesar Smárasonar. Með sölunni hafa Landsbankinn og Burðarás slitið eignatengsl við Og Vodafone en það gæti verið liður í að undirbúa tilboð í einkavæðingarferli Landssímans. Landsbankinn er áfram lánveitandi Og Vodafone og aðalviðskiptabanki félagsins segir í Morgunkorni Íslandsbanka.