Nokkrar sviptingar hafa verið í Kauphöllinni það sem af er degi og hefur gengi bréfa félaganna sveiflast nokkuð. Þetta hefur meðal annars haft í för með sér að Landsbanki Íslands og Exista hafa bitist um það að vera næst verðmætasta félagið í Kauphöllinni, næst á eftir Kaupþing banka. Landsbankinn hefur vinninginn þessa stundina.

Markaðsvirði Landsbankans er nú 437,5 milljarðar króna en Exista er 435,6 milljarða virði en félagið hefur sigið niður skarpa hækkun í morgun. Kaupþing banki er nú ríflega 900 milljarða króna virði.