Landsbanki Íslands og Glitnir munu taka þátt í að fjármagna hugsanlega yfirtöku Actavis á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Actavis gerði formlegt kauptilboð í dag í Pliva að virði 795 króatískar kúnur á hlut, en formlegt kauptilboð keppinautarins Barr Pharmaceuticals nemur 755 kúnum á hlut. Sérfræðingar búast við að Barr muni hækka tilboð sitt á næstunni, og jafnvel í dag.

Auk Landsbankans og Glitnis, munu breski bankinn HSBC, bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan og svissneski fjárfestingabankinn UBS sölutryggja lánsfjármögnun til að styðja við kaupin Actavis á Pliva.