Nýsi hefur borist tilboð frá Landsbankanum og Kaupþingi í allar eignir félagsins. „Ef tilboðunum  verður tekið munu  þau hafa veruleg áhrif á efnahagsreikning félagsins,“ segir í tilkynningu frá Nýsi til Kauphallarinnar.

„Félagið mun meta tilboðin og kynna þau síðan  fyrir kröfuhöfum þar með talið kröfuhöfum  þeirra verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í Kauphöllinni.“

Þetta þýðir að félagið mun seinka  birtingu á árshlutareikningi á meðan viðræður um tilboðin fara fram.

Endurfjármögnun Nýsis hefur farið fram undanfarna mánuði og hefur Landsbankinn, helsti lánadrottinn, haft umsjón með því. Kaupþing er þó einnig meðal lánadrottna.