Landsbankinn og Landsvirkjun hafa sameinast um stofnun alþjóðlegs fjárfestingafélags sem leggja mun áherslu á fjárfestingar í verkefnum erlendis á sviði endurnýjanlegrar orkuvinnslu, einkum vatnsafls.

Samningur um stofnun hins nýja félags var undirritaður áðan. Undirritunin fer fram í Landsbankanum Austurstræti kl.13.30, í fundarsal bankaráðs. Viðstaddir verða Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans, Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður stjórnar Landsvirkjunar og Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar.