Hinn 1. september sl. voru íbúðir í eigu Nýja kaupþings orðnar 68 en voru 39 í maí síðastliðnum. Eignir í verslunarog skrifstofuhúsnæði voru 20 og iðnaðareignir 11 samkvæmt upplýsingum sem fengust frá bankanum.

Þetta er talsverð aukning frá því í maí en þess má geta að við yfirtökur SPM komu 22 eignir sem eru í ofangreindum tölum.

Frá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að bankinn ætti 32 eignir í atvinnuhúsnæði og 136 íbúðir eða fasteignir. Þetta er talsverð aukning því í maí síðastliðnum átti Landsbankinn 84 íbúðir þannig að hér er um að ræð aukningu upp á tæplega 39%.

Í síðustu viku greindi Viðskiptablaðið frá því hve margar íbúðir Íslandsbanki hefði leyst til sín og þegar allir þrír viðskiptabankarnir eru lagðir saman sést að þeir hafa leyst til sín um 100 íbúðir á þiggja mánaða tímabili.