Í dag er opið fyrir viðskipti með eftirtalda sjóði Landsvaka: Landsbanki Global Equity Fund, Landsbanki Nordic 40, Markaðsbréf, Skuldabréfasjóð Landsbankans, Sparibréf Landsbankans og Úrvalsbréf Landsbankans.

Þetta kemur fram á heimasíðu Landsbankans en Landsvaki er starfandi rekstrarfélag verðbréfasjóða og dótturfélag bankans.

Aðrir sjóðir, fyrir utan Peningabréfasjóðina sem nú hefur verið slitið, eru enn lokaðir í framhaldi af tímabundinni stöðvun Fjármálaeftirlitsins á viðskiptum með alla fjármálagerninga útgefna af Glitni, Kaupþingi, Landsbankanum og Spron og í ljósi þess að hömlur eru á fjármagnshreyfingum til og frá landinu.