Í dag er opið fyrir viðskipti með tvo sjóði hjá Landsbankanum, Sparibréf Landsbankans og Skuldabréfasjóð.

Þetta kemur fram á heimasíðu bankans.

Sem kunnugt er hefur Peningabréfasjóðum Landsbankans verið slitið. Aðrir sjóðir eru sem fyrr lokaðir vegna lagasetningar Alþingis um fjármálafyrirtæki og í ljósi ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins um að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga útgefna af Glitni, Kaupþingi, Landsbanka, Exista, Straumi og Spron. Ákvörðunin er tekin með hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi.