Landsbankinn opnar í dag þjónustumiðstöð fyrir minni og meðalstór fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í Borgartúni 33 í Reykjavík. Þangað hafa allir starfsmenn fyrirtækjaþjónustu útibúa á höfuðborgarsvæðinu flust og minni og meðalstór fyrirtæki geta sótt þangað þjónustu. Þorsteinn Stefánsson mun verða forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðinni.

„Við munum ná að sinna viðskiptavinum okkar mun betur með þessum hætti,“ segir Þorsteinn.

„Við verðum þéttari hópur og verðum markvissari í öllum okkar aðgerðum fyrir fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum verið með 3-5 starfsmenn í hverju útibúi til að sinna þessari þjónustu en nú erum við 40-50 manna hópur samankominn á einum stað. Það næst ákveðinn slagkraftur við það sem skilar sér til fyrirtækja í aukinni þjónustu á öllum sviðum.“

Á myndinni má sjá frá vinstri Yngva Óðin Guðmundsson svæðisstjóra, Arnheiður Klausen Gísladóttur svæðisstjóra, Þorstein Stefánsson forstöðumann, Snæfríði Magnúsdóttur deildarstjóra og Friðgeir Magna Baldursson svæðisstjóra.