Landsbankinn hélt blaðamannafund í hádeginu í dag þar sem Bjögólfur Guðmundsson kynnti fyrir frétta- og blaðamönnum viðamikla sýningu sem sett hefur verið upp í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans.

Á sýningunni, sem ber heitið Sögusýning Landsbankans, er dregin upp mynd af þjóðlífi fyrri tíma, enda fléttast saga bankans saman við sögu efnahags og atvinnulífs sem og sögu þjóðarinnar á umbrotatímum.

Sýningin verður opnuð á Þrettándanum, 6. janúar, kl. 15.30. Í kjölfar hennar býður bankinn til þrettándagleði á Ingólfstorgi í anda þess sem var fyrir 120 árum.

Sögusýningin verður opinn öllum alla daga vikunnar fram á vor.