Landsbankinn hefur fengið leyfi frá fjármálaeftirliti Hong Kong til þess að stofnastarfsstöð þar í landi og var skrifstofan formlega opnuð á föstudaginn var. Í fréttatilkynningu vegna opnunarinnar segir að Landsbankinn hafi nú þegar aflað sér dýrmætra tengsla á þessum markaði sem sjá má á því að rúmlega 500 gestir voru viðstaddir opnunina, aðallega

Skrifstofan í Hong Kong verður miðstöð Landsbankans í Asíu en á því svæði stefnirbankinn að áframhaldandi vexti, meðal annars með því að sækja um leyfi til að opnastarfstöðvar í Singapore og Shanghai.

Í tilkynningunni segir jafnframt að skrifstofa Landsbankans í Hong Kong mun kynna þjónustu bankans og efna til viðskiptatengsla, en í upphafi verður sérstök áhersla lögð á sérhæfða vöru- ogbirgðafjármögnun, fyrirtækjaráðgjöf og sjóðstreymislán.

Landsbankinn mun einnig, með opnun starfstöðvar í Hong Kong, styrkja aðgengi sitt ogtengsl við fjárfesta á Asíumörkuðum og styrkja þannig landfræðilega dreifingu fjárfesta.

Björn Ársæll Pétursson mun stýra starfsemi Landsbankans í Asíu. Björn Ársæll, sem hófstörf hjá Landsbankanum árið 2006, er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og laukmeistaraprófi frá háskóla í Japan. Hann hefur umfangsmikla reynslu og þekkingu ámörkuðum í þessum heimshluta.

Í tilkynninguni er haft eftir Sigurjón Þ, Árnason, bankastjóri. „Það er heppilegt fyrir Landsbankann að skjóta rótum í Hong Kong fyrir uppbyggingu starfsemi í Suðaustur-Asíu. Markaðir hafa vaxið hratt á þessu svæði á undanförnum árum og hafa viðskiptavinir Landsbankans sýnt mikinn áhuga á að nýta sér þau tækifæri sem í því felst. Hong Kong hefur verið miðstöð viðskipta í Asíu og brú til Evrópu og Ameríku. Sérþekking okkar á evrópskum fyrirtækjamarkaði mun reynast gagnleg fyrir núverandi og verðandi viðskiptavini okkar í þessum heimshluta. Landsbankinn stefnir að því að lánasafn hans og starfsemi dreifist enn betur á milli ólíkra landssvæða og atvinnuvega. Það felur í sér möguleika á auknum tekjum og styrkir áhættudreifingu í starfsemi bankans. Starfsemi í Asíu er rökrétt skref í vexti bankans. Ef 20. öldin var öld viðskipta í Evrópu og Ameríku – er víst að 21. öldin verður öld uppgangs og viðskipta í Asíu.“

Þar er einnig haft eftir Birni Ársæli Péturssyni, yfirmanns skrifstofunnar í Hong Kong. „Við erum ákaflega ánægð með þær frábæru viðtökur sem Landsbankinn hefur hlotið hér í Hong Kong. Þetta kom vel fram í opnunarathöfninni þar sem þátttaka var langt umfram það sem vonir stóðu til. Markmið okkar er að nýta til fullnustu þau tækifæri sem hér bjóðast, bæði fyrir Landsbankann sjálfan en fyrst og fremst fyrir viðskiptavini hans um allan heim.“