550 gestir sóttu árlega Sjávarútvegsráðstefnu í síðustu viku. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Landsbankinn, bakhjarl ráðstefnunnar, hefur í tilefni hennar opnað sérstakan vef um sjávarútveg þar sem fjallað er um þróun verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Þar er fjallað um fisk allt frá því hann er veiddur og þar til hann berst neytendum.

Fram kemur í tilkynningu að Landsbankinn hafi sömuleiðis gefið út tímarit um sjávarútveg. Þar er fjallað um umfang sjávarútvegs í íslensku hagkerfi og áhersla lögð á hvernig hægt sé að auka enn á verðmætasköpun. Birt eru viðtöl við forsvarsmenn fyrirtækja í sjávarútvegi, á sviði útgerðar, tækniþróunar og nýsköpunar. Jafnframt er að finna tvær viðamiklar greinar Hagfræðideildar Landsbankans, annars vegar um nýtingu þorsks úr Atlantshafi og hins vegar er frumbirt spá deildarinnar um rekstrarhorfur útgerðarinnar á næstu árum.

Skjáskot af forsíðu sjávarútvegsvefs Landsbankans.
Skjáskot af forsíðu sjávarútvegsvefs Landsbankans.
Skjáskot af forsíðu sjávarútvegsvefs Landsbankans.