Landsbankinn var, í umfjöllun Times Online í gær, orðaður við yfirtöku á breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood. Forsvarsmenn breska félagsins viðurkenndu í gær að viðræður um mögulega yfirtöku stæðu yfir eftir að hlutabréf félagsins hækkuðu um tæplega 26% í upphafi dagsins. Ekkert var hins vegar haft eftir þeim við hverja væri rætt að því er kemur fram í Hálffimm fréttum KB banka.

Mögulega greiðsla fyrir Teather er sögð liggja á bilinu 4,1 til 4,7 milljarða króna. Eigið fé Teather er rúmlega 1 milljarður króna og er Q hlutfall félagsins miðað áætlað kaupverð því á bilinu 3,7 til 4,3.