Slitastjórn Landsbankans segir að riftunarmál, er varðar innlaus kaupréttar- og kaupaukasamninga bankastjóra og eins millistjórnenda, verði þinfest í byrjun september.

Málið er  sótt gegn þremur aðilum, þeim Sigurjóni Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni fyrrverandi bankastjórum Landsbananks og einum öðrum aðila. Hann gegndi stöðu millistjórnanda í bankanum en slitastjórn vill ekki gefa upp nafn hans að svo stöddu.

Þeir eru sakaðir um að hafa innleyst kaupréttar- og kaupaukasamninga að upphæð tæpum 400 milljónum króna rétt fyrir fall bankans. Áttu viðskiptin sér stað frá miðjum september 2008 og fram að falli bankans í byrjun október.

Slitastjórn Landsbankans telur að kaupréttarsamningarnir hafi ekki verið komnir á innlausnardag. Því ætlar hún að höfða riftunarmál sem eins og áður segir verður þingfest í byrjun september.