Landsbankinn [ LAIS ] hefur ráðið Alastair McIntyre sem yfirmann viðskipta- og vörufjármögnunar í Suðaustur-Asíu, að því er fram kemur í Finance Asia . McIntyre er sérfræðingur á sviði málmmarkaða og ætlunin er að hann hjálpi til við að styrkja og víkka út starfsemi bankans á sviði vöruviðskipta á svæðinu.

McIntyre hefur sl. sex ár verið yfirmaður markaðsmála ScotiaMocatta og Natixis vörumarkaðanna í Hong Kong, þar sem hann hefur m.a. hannað nýjar áhættustýringavörur fyrir málma.

„Þetta er ný staða sem byggir á fyrirætlunum bankans um vöxt. Ég mun einbeita mér að viðskiptafjármögnun á vörumörkuðum almennt, en með sérstaka áherslu á málma,“ hefur Finance Asia eftir McIntyre.