Landsbankinn hefur tilkynnt að greiningarefni Kepler Equities, Teather & Greenwood og Merrion Capital hefur nú verið sameinað undir merki Landsbankans. Þetta er liður í samþættingu starfsemi dótturfélaga á
Evrópumarkaði en útgáfa og dreifing á greiningarefni undir samræmdu vörumerki er þegar hafin.

Kaup Landsbankans á verðbréfafyrirtækjunum Kepler Equities, Teather & Greenwood og Merrion Capital í fyrra voru mikilvægur liður í stefnu Landsbankans að byggja upp leiðandi evrópska fyrirtækja- og fjárfestingarbankaþjónustu. Dótturfyrirtækin þrjú búa að sérþekkingu og aðgangi að fyrirtækjum og fagfjárfestum hver á sínum stað.

í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að 90 mans starfi við greiningar á hlutabréfum um 800 evrópskra fyrirtækja í löndum sem saman mynda 87% af samanlögðu markaðsvirði evrópska hlutabréfamarkaðarins. Landsbankasamstæðan er því meðal umfangsmestu greiningaraðila á
evrópskum hlutabréfamarkaði sem skapar þeim sterka stöðu til að veita fjárfestum frekari þjónustu.

Erlendu dótturfyrirtæki Landsbankans munu taka upp vörumerki bankans en starfa áfram undir eigin nafni á heimamarkaði.