Lands­bank­inn aug­lýs­ir í dag til sölu all­an eign­ar­hlut sinn í fjár­fest­ing­ar­fé­lag­inu Eyri In­vest. Er um að ræða 23,3% alls hluta­fjár í fé­lag­inu. Um er að ræða eina verð­mæt­ustu eign­ar­sölu sem Lands­bank­inn hefur ráð­ist í.

Í aug­lýs­ing­unni kem­ur fram að Eyr­ir In­vest á 29,3% hlut í Mar­el hf. og 33,7% hlut í fjár­fest­ing­ar­fé­lag­inu Eyr­ir Sprot­ar slhf. sem fjár­fest­ir í ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Var eig­in­fjár­hlut­fall Eyr­is 54,5% um síðustu ára­mót.

Þar kemur einnig fram að sölu­ferlið sé í „sam­ræmi við stefnu Lands­bank­ans um sölu eigna í eigu bank­ans og er öllum opið sem telj­ast hæfir fjár­fest­ar" sam­kvæmt ákvæðum laga um verð­bréfa­við­skipti. Lands­bank­inn er sem stendur stærsti ein­staki eig­andi Eyris Invest. Þar á eftir koma feðgarnir Þórður Magn­ús­son (19,6 pró­sent) og Árni Oddur Þórð­ar­son (17,3 pró­sent). Árni Oddur er for­stjóri Marel í dag en Þórður er stjórn­ar­for­maður Eyris Invest.