Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 5% hlut í Marel. Bankinn á 6,84% hlut í fyrirtækinu.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með sölu hlutanna og verða þeir seldir með útboði.

Fram kemur í tilkynningu að lágmark hvers tilboðs verði 100 þúsund hlutir að nafnverði. Lágmarksgengið í útboðinu verður 138 krónur á hlut og hámarksgengið 142 krónur á hlut. Gengi hlutabréfa félagsins stendur nú í 138,5 krónum á hlut. Miðað við það er markaðverðmæti 5% hlut í Marel rúmir 5 milljarðar króna

Tekið verður við tilboðum frá og með morgundeginum. Tilboðsfrestur rennur út á miðvikudaginn.