Landsbankinn hefur selt 7% hlutafjár síns í OgVodafone og er fyrirtækið Riko Corp. kaupandi en það er skráð í Englandi. Aðaleigendur Riko Corp. eru Sigurður Ásgeir Bollason og Magnús Ármann. Hluthafafundur verður hjá OgVodafone í dag en boðað var til fundarins í kjölfar kaupa Norðurljósa á 35% hlut í OgVodafone.

Eftir viðskiptin er Landsbankinn skráður fyrir 7,77% hlut í OgVodafone eða 270.781.645 kr. að nafnvirði. Ef þessum hlutum sem eftir standa, hefur Landsbanki Íslands hf. gert framvirka samninga um sölu á samtals 52.450.099 kr. að nv., eða 1,5% af heildarhlutafé OGVODA.