Skilanefnd Landsbankans hefur selt fjármálafyrirtækið Kepler Capital Markets til stjórnar og starfsmanna félagsins en Kepler var dótturfélag Landsbankans með starfsstöðvar víðsvegar í Evópu og í New York í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að markmið skilanefndarinnar hafi verið að hámarka verðmæti eigna gamla Landsbankans og salan á Kepler sé hluti af því.

Söluverðið er ekki gefið upp.