Áskrift hefur fengist fyrir öllum þeim 800.000.000 nýju hlutum í Landsbankanum sem hluthöfum voru boðnir með bréfi dags. 17. mars 2005. Hluthöfum var ekki boðið að skrá sig fyrir umframhlutum og voru hlutir sem ekki fékkst áskrift fyrir seldir til fagfjárfesta. Hlutirnir voru seldir á genginu 14,25 kr. á hlut og fór söluferlið fram dagana 18.-29. mars 2005.

Hlutafé Landsbankans verður hækkað þegar hinir seldu hlutir hafa fengist greiddir og verður heildarfjöldi hluta í bankanum 8.900.000.000 að lokinni hlutafjárhækkuninni.

Hluthöfum sem skráðu sig fyrir nýjum hlutum verða sendir greiðsluseðlar og er gjalddagi þeirra 15. apríl næstkomandi. Hlutir verða færðir á nafn hluthafa innan viku frá því að greiðsluseðlar hafa verið greiddir og geta hluthafar frá og með þeim tíma ráðstafað hlutum sínum.

Umsjón söluferlisins var í höndum Fyrirtækjaráðgjafar Landsbanka Íslands hf. og Verðbréfamiðlunar Landsbanka Íslands hf.