Landsbankinn hefur skuldbundið sig til að selja 25% hlut sinn í Reginn fyrir lok árs 2013 sem bankinn hélt eftir við skráningu félagsins á markað í júlí. Þetta kemur fram í sátt Landsbankans við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem tilkynnt var um fyrir skömmu.

Í skráningarlýsingu Regins sem gefin var út 11. júní s.l. kemur fram að Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf.skuldbindur sig til að selja ekkert af 25% hlut sínum í Reginn næstu tíu mánuði eftir að opnað var fyrir viðskipti með bréf félagsins í Kauphöllinni. Viðskipti með bréf félagsins hófst 2. júlí sl. Ljóst er að Landsbankinn verður því að selja hlutinn frá og með 1. maí árið 2013 og áður en árið er úti til að verða við sáttinni.