Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda lögaðila árið 2015, fyrir árið 2014.

Landsbankinn er gjaldahæsti lögaðilinn á árinu en hann greiðir um 12,5 milljarða í opinber gjöld. Kaupþing hf., Glitnir og Ríkissjóður Íslands koma næstir, en þeir greiða allir rúmlega 10,2 milljarða í opinber gjöld.

Fjárhæð tryggingargjalds hækkaði um 4,92% frá fyrra ári og tekjuskattur hækkaði um 14,83%. Fjársýsluskattur lækkar um 16,67% milli ára og sérstakur fjársýsluskattur lækkar um 53,73% milli ára.

10 gjaldahæstu lögaðilar álagningar 2015 eru:

  1. Landsbankinn hf. Reykjavík 12.499.737.507
  2. Kaupþing hf. Reykjavík 10.276.785.637
  3. Glitnir hf. Reykjavík 10.272.214.085
  4. Ríkissjóður Íslands Reykjavík 10.248.234.406
  5. Arion banki hf. Reykjavík 7.991.552.083
  6. LBI hf. Reykjavík 6.893.736.517
  7. Íslandsbanki hf. Reykjavík 4.960.201.357
  8. GLB Holding ehf. Reykjavík 4.265.889.305
  9. Reykjavíkurborg Reykjavík 3.389.227.370
  10. Samherji hf. Akureyri 2.659.319.131