Á næstu fjórum árum dregst einkaneysla saman um 12%, samkvæmt spá greiningardeildar Landsbankans.

Hluti af 20% neysluaukningu síðustu fjögurra ára gengur því til baka, segir hún.

Mestu munar um samdrátt í lánsfjármagnaðri neyslu.

„Auk þess dregst kaupmáttur dagvinnulauna saman á þessu ári, helst lítið breyttur á næsta ári en eykst eftir það,“ segir greiningardeildin.

Minnkandi atvinnuþátttaka og aukið atvinnuleysi dregur hins vegar úr samanlögðum ráðstöfunartekjum heimilanna.

„Greiðslubyrði af lánum heimila hefur aukist töluvert síðustu tvö ár en er samt enn lægri en 2003, áður en samkeppni hófst á íbúðalánamarkaði. Heimilin standa að meðaltali vel en meiri munur er á stöðu þeirra en áður var,“ segir greiningardeildin.