Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í apríl, segir í fréttatilkynningu.

Tólf mánaða verðbólga lækkar niður í 5,1% í apríl og mun þá vísitala neysluverðs standa í 268,1 stigi.

Hækkandi fasteignaverð og hækkun á verði fatnaðar eru helstu skýringar á hækkun í apríl en á móti vegur vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs, segir Greiningardeildin.