Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,8% hækkun neysluverðs í maí, við það mun tólf mánaða verðbólga hækka úr 5,5% í 6,8% og vísitölugildið verða 257,1 stig.

Hækkunina á verðbólgunni á ársgrundvelli má að sumpart rekja til þess að í maí í fyrra lækkaði vísitalan um 0,5% þegar aðferð við útreikning húsnæðisliðar vísitölunnar var breytt, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Frá ársbyrjun hefur eldsneytisverð hækkum ríflega fimm prósent, við það hækkar neysluverðsvísitalan um 0,3-0,4%. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað umtalsvert í mánuðinum og ef tekin er inn veiking íslensku krónunnar nemur hækkunin um það bil fimmtungi.

Þá reiknar greiningardeildin einnig með því að verð á bæði mat og fatnaði hækki vegna veikingar krónu. Að auki hækkaði vísitala fasteignaverðs um 1,7% í mars mánuði og tólf mánaða hækkun nemur rúmum 20%. Í síðasta mánuði hækkaði húsnæði um 1,2% en í spá greiningardeildar fyrir maí gerum er gert ráð fyrir að hækkunin verði hófleg.