Landsbankinn spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 1-1,5 prósentur á viðbótar vaxtaákvörðunardegi sem haldinn verður þann 8. apríl nk.

Í Daily Economic Briefing frá Landsbankanum segir að ef krónan haldist tiltölulega stöðug og næstu verðbólgutölur sýni hagfellda þróun, reikni Landsbankinn með því að peningastefnunefndin lækki vexti.

Í Daily Economic Briefing segir ennfremur að lækkun Seðlabankans í morgun um 1 prósentu sé í samræmi við spá Landsbankans. Hagvísar bendi til þess að aðstæður séu til lækkunar.