Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 3,2% á þessu ári eftir tveggja ára samdráttarskeið. Gert er ráð fyrir því að aukin einkaneysla keyri hagvöxtinn áfram í ár. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir 1,7% hagvexti. Hagkerfið vex svo um 2,3% árið 2013.

Þetta kemur fram í Þjóðhag, nýrri hagspá sem bankinn kynnir í dag.

Á meðal þess sem fram kemur í hagspánni er að á næsta ári sé gert ráð fyrir að draga muni úr vexti einkaneyslu á sama tíma og aðstæður skapist til aukinnar fjárfestingar.

Þá spáir hagfræðideildin því að verðbólga hækki nokkuð í byrjun næsta árs og verði 5,75% að meðaltali á fyrsta fjórðungi. Gert er ráð fyrir að dragi úr henni eftir því sem líði á ári.