*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 7. desember 2018 12:12

Landsbankinn spáir 3,6% verðbólgu

Spá bankanna um hækkun vísitölu neysluverðs er nokkuð mismunandi eða á bilinu 0,5-0,8% fyrir nóvembermánuð.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða í desember en eins og Viðskiptablaðið sagði frá spáir Arion banki að hækkunin verði 0,8%. Loks spáir Íslandsbanki hækkun upp á 0,5% en Hagstofan birtir tölur sínar 20. desember næstkomandi.

Gangi spá Landsbankans eftir hækkar ársverðbólgan úr 3,3% í 3,6%, en sú spá er 0,1 prósentustigi lægri en spá bankans frá því í nóvember. Þá hækkaði vísitalan um 0,24% sem var rétt undir væntingum, en opinberar spár lágu á bilinu +0,3% til +0,4%, en bankinn spáði aukningu um 0,3%.

Samkvæmt Landsbankanum er lækkun smásöluverðs á bensíni og díselolíu um 2,9% milli mánaða helsti þátturinn sem vinnur til lækkunar verðbólgunnar. Allir hinir þættirnir vísa til hækkunar, það er flugfargjöld til útlanda, sem alla jafna hækka milli mánaða í desember, þó bankinn búist við minni hækkun nú en í fyrra.

Gengisbreytingar hafa jafnframt áhrif á liðinn aðrar vörur og þjónustu, en þær hafa einnig áhrif á mat og drykkjarvöru auk kaupa á ökutækjum.

Bráðabirgðaspá Landsbankans  til næstu þriggja mánaða er:

  • Jan. '19: -0,4% milli mánaða, 3,3% ársverðbólga.
  • Feb. '19: +0,7% milli mánaða, 3,4% ársverðbólga.
  • Mar. '19: +0,5% milli mánaða, 3,3% ársverðbólga.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is