Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% í mars. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 8,5% í mars samanborið við 6,8% í febrúar, segir í spá Landsbankans.

„Verðbólga eykst mikið milli mánaða ef spá okkar gengur eftir en tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst svona há frá því í ágúst 2006,“ segir greiningadeildin.

Enn hefur ekki birst verðbólguspá fyrir mars frá greiningardeildum Kaupþings og Glitnis.