Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% í maí og að tólf mánaða verðbólga lækki fjórða mánuðinn í röð, úr 11,9% í 10,9%. Líklegt sé að í tölunum fyrir maí verði umtalsverð hækkun matarverðs og verðs ökutækja, auk 4-5% hækkunar eldsneytisverðs á milli mánaða. Ennfremur er gert ráð fyrir lítilsháttar hækkun á öðrum innfluttum vörum. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir lækkun á húsnæðiskostnaði.

Þetta kemur fram í riti hagdeildar bankans þar sem segir að því sé spáð að verðbólga fari undir 10% í sumar og verði komin nærri 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans um áramót.