*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 22. ágúst 2018 12:29

Landsbankinn spáir óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar.

Ritstjórn
Landsbankinn í Austurstræti.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar sem verður þann 29. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. 

Starfsmenn deildarinnar telja fremur ólíklegt að nefndin ákveði lækkun eða hækkun vaxta.

„Hagtölur sem birst hafa frá síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar 13. júní síðastliðinn hafa ekki breytt stóru myndinni hvað varðar efnahagsþróunina næstu misseri að neinu ráði,“ segir í Hagsjánni. 

Síðustu sex ákvarðanir nefndarinnar hafa verið óbreyttir vextir og eru meginvextir Seðlabankans, bundin innlán til 7 daga, nú 4,25%. 

Stikkorð: Landsbankinn Hagsjá
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is