Landsbankinn lauk í dag sölu á óverðtryggðum flokki sértryggðra skuldabréfa sem skráður er í Kauphöllina.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að útgáfan, LBANK CB 16, var  stækkuð um 1,5 milljarða króna á ávöxtunarkröfunni 6,40%. Áður hefur Landsbankinn gefið út skuldabréf upp á 1.920 milljónir króna í sama flokki. Heildarstærð flokksins nemur því 3.420 milljónum króna.

Stefnt er að því að bréfin verði tekin til viðskipta í Kauphöllinni 18. mars næstkomandi en Straumur fjárfestingabanki sinnir viðskiptavakt, að því er segir í tilkynningunni.