Arion banki lauk nýverið útboði á 13,25% eignarhluti bankans í Reitum fasteignafélagi en hann seldi þar 100.000.000 hluti, en 362.538 hlutir reyndust ógreiddir að loknum greiðslufresti og hafa þeir verið seldir öðrum á endanlegu útboðsgengi í tilboðsbók B. Viðskipti með hlutabréf félagsins hefjast í fyrramálið.

Eftir útboðið er Landsbankinn stærsti hluthafi félagsins með 17,8% hlut í félaginu en á eftir honum kemur Gildi með 12,7% hlut. Arion banki er enn með 8,7% hlut og er Íslandsbanki með 3,9% hlut.

Félagið birti rétt í þessu lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.

  1. Landsbankinn hf. 17,8%
  2. Gildi - lífeyrissjóður 12,7%
  3. Lífeyrissjóður verslunarmanna 9,6%
  4. Arion banki hf. 8,7%
  5. Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild  5,2%
  6. Íslandsbanki hf. 3,9%
  7. Glitnir hf. 3,6%
  8. A.C.S safnreikningur I 3,1%
  9. Haf Funding 2008-1 Limited 2,7%
  10. Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild 2,6%
  11. Stapi lífeyrissjóður 2,1%
  12. Frjálsi lífeyrissjóðurinn 1,7%
  13. Lífeyrissjóður starfsm sveitarf 1,5%
  14. Lífeyrissjóður starfsm Rvborgar 1,2%
  15. Landsbréf - Úrvalsbréf 1,0%
  16. Landsbréf Öndvegisbréf 1,0%
  17. Frjálsi lífeyrissj-Tryggingad 0,9%
  18. Brimgarðar ehf 0,9%
  19. Festa - lífeyrissjóður 0,7%
  20. Júpíter - Innlend hlutabréf 0,6%

20 stærstu samtals 81,5%

Aðrir hluthafar (3.365 talsins) 18,5%