Landsbankinn keypti á föstudag um 20,6 milljón hluti í Nýherja og fór hlutafjáreign bankans við það úr 0,78% í 5,92%. Á sama tíma tilkynnti félagið Gildruklettar að það hafi selt tæplega 21 milljón hluti í Nýherja. Eigendur Gildrukletta eru þeir Einar Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður N1, Benedikt Jóhannesson og Halldór Teitsson.

Viðskiptin á föstudag fóru fram á genginu 3,74 krónur á hlut, sem jafngildir um 78 milljónum króna.

Þessu til viðbótar kom fram í tilkynningu frá Einari, að félög sem hann á hlut í eiga eftir viðskiptin á föstudag 6,36% hlut í Nýherja í gegnum félögin Áningu-fjárfestingar og Hrómund.