Fimmtán námsmenn hafa hlotið styrki úr Samfélagssjóði Landsbankans fyrir árið 2015. Fram kemur í tilkynningu að heildarfjárhæð námsstyrkjanna nemi sex milljónum króna, en alls bárust tæplega 700 umsóknir.

Veittir eru styrkir í fimm flokkum; til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema. Námsmennirnir leggja stund á ólíkar greinar, stærðfræði, ljósmyndun, klarinettuleik, læknisfræði og flug- og geimverkfræði svo fátt eitt sé nefnt.

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver
Filippía Svava Gautadóttir – Verkmenntaskólinn á Akureyri
Guðrún Höskuldsdóttir – Menntaskólinn í Reykjavík
Matthias Baldursson Harksen – Menntaskólinn í Reykjavík

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver
Alexander Ingi Olsen – flugnám
Elísabet Anna Kristjánsdóttir – ljósmyndun
Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir – fatahönnun

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver
Birna Brynjarsdóttir – læknisfræði við Háskóla Íslands
Bjarni Örn Kristinsson – flug- og geimverkfræði við MIT
Gunnar Thor Örnólfsson – stærðfræði við Háskóla Íslands

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver
Arnór Hákonarson – meistaranám í stærðfræði við Oxford-háskóla
Helga Kristín Ólafsdóttir – meistaranám í stærðfræði og tölvunarfræði við Chalmers-háskóla
Jón Gunnar Ólafsson – doktorsnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði við Goldsmiths College

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver
Anna María Tómasdóttir – meistaranám í leikstjórn við Actors Studio Drama School
Baldvin Ingvar Tryggvason – meistaranám í klarinettuleik við Royal College of Music
Herdís Stefánsdóttir – meistaranám í tónsmíðum fyrir kvikmyndir og margmiðlun við Steinhardt-deild New York háskóla.