Landsbankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á íslenskum efnahagsmálum og íslenska bankakerfinu undanfarið í erlendum fjölmiðlum og greiningu er svarað. Landsbankinn bendir sérstaklega á að sterka lausafjárstöðu bankans, fjölbreytni í alþjóðlegri fjármögnun, góða grunnafkomu, jafnvægi í hlutafjáreign, góðan fjárhagslegan styrk og háar lánshæfismatseinkunnir bankans.

Sterk lausafjárstaða

Landsbankinn bendir á að eftirstandandi langtímalán til endurgreiðslu árið 2006 nema EUR 1,1 milljarði og EUR 2,0 milljarði árið 2007. Lausafjáreignir Landsbankans nema nú EUR 3,2 milljarði í lausu fé og auðseljanlegum verðbréfum. Þar að auki hefur Landsbankinn aðgang að veltulánum og
varalántökulínum, peningamarkaðslánum og ýmsum öðrum fjármögnunarleiðum.Lausafjáreignir ná yfir afborganir á langtímaskuldabréfum sem eiga að endurgreiðast innan tveggja ára.

Í ár hefur Landsbankinn þegar aflað fjármögnunar á alþjóðamörkuðum sem samsvarar næstum því alþjóðlegum langtímaskuldbindingum til greiðslu árið 2006. Endurgreiðsluferill Landsbankans hvað varðar langtímalántökur er sambærilegur við helstu banka á Norðurlöndum.
Tekist hefur að auka fjölbreytni í fjármögnunarleiðum umtalsvert með því að sækja inn á nýja alþjóðamarkaði og auka áherslu á alþjóðlega innlánastarfsemi (EUR 1,7 milljarður í árslok2005).

Fjölbreytni í alþjóðlegri fjármögnun heldur áfram að aukast

Landsbankinn benfir á að Íslenskt atvinnulíf er almennt orðið mjög alþjóðlegt; yfir 75% af tekjum og útgjöldum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands er í erlendum gjaldmiðlum og útlán íslenskra banka til erlendra aðila samsvara 57% af heildarútlánum. Samkvæmt nýrri könnun Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja samsvarar raunveruleg erlend útlánaáhætta íslenska bankakerfisins 73% af heildaráhættunni á meðan innlend áhætta samsvarar 27%. Þessar tölur innihalda útlán til erlendra aðila og íslenskra fyrirtækja með starfsemi erlendis.

Í árslok 2005 voru 62% af útlánasafni Landsbankans lán til erlendrar starfsemi. Lántökur íslenska bankakerfisins í erlendri mynt eru því fyrst og fremst vegna erlendrar áhættu. Því ber að meta skuldir íslensku bankanna með þetta í huga en ekki aðeins á grundvelli landsframleiðslu Íslands.

Grunnafkoma með miklum ágætum

Grunnafkoma Landsbankans hefur stöðugt batnað, sérstaklega síðan árið 2003. Ef litið er á grunntekjur að frádregnum gengishagnaði og að viðbættum fjármögnunarkostnaði af verðbréfastöðu bankans árið 2005 var arðsemi eigin fjár fyrir skatta 30% og kostnaðarhlutfallið ar 48%

Gott jafnvægi í hlutafjáreign

Meirihluti þeirrar hlutabréfaeignar sem skráð er á Landsbankann samanstendur af kaupum fyrir hönd viðskiptavina eða vörnum vegna afleiðusamninga. Öll hlutabréf í nafni Landsbanki Luxembourg samanstanda af kaupum fyrir hönd viðskiptavina.

Hlutabréfaeign bankans er 58,5 milljarðar, eða 4,3% af heildareignum í árslok 2005.Landsbankinn hefur verið að breyta hlutabréfasafni sínu úr innlendum bréfum í erlend bréf. Í árslok 2005 samsvöruðu erlend hlutabréf 53% af hlutabréfasafninu en þetta hlutfall er nú 59%.

Fjárhagslegur styrkur

Landsbankinn bendir á að CAD-hlutfall lLandsbankans sé langt yfir meðaltali á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og BretlandiCAD-eiginfjárhlutfall bankans í árslok var 13,1%. Eiginfjárstaða bankans hefur aldrei verið sterkari.
Meðaleiginfjárhlutfall íslensku bankanna í árslok 2005 samkvæmt eiginfjárþætti A (10,5%) er heldur hærra en hjá bönkum á Norðurlöndum (7,7%), í Bretlandi (8,1%) og í Bandaríkjunum (8,3%).

Álagspróf á vegum Fjármálaeftirlitsins (FME) byggjast á því að samtímis komi upp alvarleg áföll á mörgum mörkuðum. Sé álagsprófi FME beitt lækkar CAD-hlutfall Landsbankans úr 15,7% í 13,6%, sem er langt
yfir lögbundnu 8% lágmarkseiginfjárhlutfalli.
Landsbankinn hefur aukið þann hluta eigin fjár bankans sem er í erlendri mynt umtalsvert með víkjandi lánum til að verja eiginfjárhlutfall sitt fyrir gengissveiflum. Markmið Landsbankans er að eiginfjárhlutfallið sé um 12%, að lágmarki 11% og að lágmarki 9% samkvæmt eiginfjárþætti A. Með þessari stefnu er tekið mið af viðskiptamódeli bankans og
hlutabréfaáhættu hans.

góðar Lánshæfismatseinkunnir

Lánshæfismatseinkunnir bötnuðu árið 2005 og horfur eru enn stöðugar
§ Hinn 16. mars 2006 staðfesti matsfyrirtækið Standard & Poor's lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs sem AA-/A-1+ FC með stöðugum horfum.
§ Fitch staðfesti 23. febrúar 2006 óbreytt lánshæfismat sitt á öllum íslensku bönkunum. Moody's lýsti eftirfarandi yfir 21. desember 2005: ?Heildarhorfur þeirra íslensku banka sem við metum eru stöðugar, ekki síst vegna þess að íslenskur efnahagur er enn sterkur og allar helstu fjárhagsstærðir þeirra eru almennt góðar, áhættustýring hefur batnað og eiginfjárstaða
er fullnægjandi.?