Landsbankinn hefur tekið hæstu tilboðum sem bárust í allar níu eignir bankans á svæði 2 í Vogabyggð í Reykjavík. Tilboðin voru öll með fyrirvara um fjármögnun og á næstu vikum mun skýrast hvort tilboðsgjafar aflétti fyrirvörunum þannig að hægt verði að ljúka söluferlinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Eignirnar voru boðnar til sölu 23. mars síðastliðinn og rann frestur til að skila tilboðum 19. apríl. Alls bárust 48 tilboð í eignirnar, þar af fimm sem voru í fleiri en eina eign. Bankinn hefur tekið hæstu tilboðunum í einingarnar níu frá sjö félögunum. Vogabyggð afmarkast af Kleppsmýrarvegi, Sæbraut og Súðavogi. Þar er fyrirhuguð mikil uppbygging á íbúðar- og atvinnuhúsnæði á næstu árum.

Hægt er að lesa nánar um uppbygginguna hér.