Landsbankinn hefur yfirtekið rekstur Pizza-Pizza ehf., umboðsaðila Domino‘s Pizza á Íslandi, og allt hlutafé félagsins í samvinnu við Domino‘s Pizza International. Þetta er gert með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Pizza-Pizza ehf. rekur fjórtán pitsustaði á Íslandi undir nafni Domino‘s, þar af eru 3 staðir utan höfuðborgarsvæðisins, þ.e. Akranesi, Akureyri og Keflavík. Landsbankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna þessa.

„Landsbankinn mun setja félaginu stjórn og endurskipuleggja fjárhag og skuldir þess á næstu vikum. Undirbúningur að sölu félagsins er þegar hafinn en gert er ráð fyrir að söluferli hefjist innan fárra vikna og verði lokið í júní.

Landsbankinn á nú tvö rekstrarfélag, auk Pizza-Pizza ehf. er það Björgun ehf. Stefnt er að því að auglýsa Björgun ehf. til sölu í næsta mánuði.“ segir í tilkynningunni.