Landsbankinn tekur alfarið yfir eignir fjárfestingarfélagsins Nýsis í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík og fasteignir félagsins á Norðurlöndunum en Kaupþing tekur yfir aðrar fasteignir svo sem Egilshöll, Laugar í Laugardalnum, Iðnskólann í Hafnarfirði og Háskólann á Bifröst, nái áform þessara tveggja helstu lánardrottna Nýsis fram að ganga.

Nýsi barst fyrir helgi tilboð frá Landsbankanum og Kaupþingi, eins og fram hefur komið, í allar eignir félagsins, svo vitnað sé í tilkynningu frá Nýsi til Kauphallarinnar. Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis, segir að verið sé að kynna tilboðið fyrir hluthöfum og ýmsum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta. Hann vill lítið sem ekkert tjá sig um málið að öðru leyti en segist búast við að það skýrist frekar á næstu vikum.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .