Landsbankinn er stærsti aðilinn í miðlun skuldabréfa en Íslandsbanki í miðlun hlutabréfa á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Hástökkvari þessa árs miðað við hlutdeildina í fyrra er Straumur á skuldabréfamarkaði sem bætir við sig 4,3 prósentustigum og MP banki á hlutabréfamarkaði en bankinn hefur aukið hlutdeild sína um 3,1 prósentustig. Á skuldabréfamarkaði eru fimm stærstu aðilarnir með 93% af markaðnum en um 92% í miðlun hlutabréfa.

Landsbankinn er með mesta hlutdeild á skuldabréfamarkaði á fyrstu níu mánuðum þess árs. Bankinn var einnig stærstur í miðlun skuldabréfa á síðasta ári þegar hann var með 23,4% hlutdeild en á fyrstu níu mánuðum þessa árs nemur hlutdeild Landsbankans 21,7%. Íslandsbanki er með næstmestu hlutdeildina eða um 20,4% en MP banki kemur svo þar á eftir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .