Landsbankinn og deCODE genetics hafa gert samning um að Landsbankinn kaupi skuldabréf af deCODE fyrir 11 milljónir dala. Með þessu telur deCODE að reksturinn sé tryggður fram á annan fjórðung ársins, að því er segir í tilkynningu frá deCODE.

Í tilkynningunni segir að deCODE haldi áfram að draga úr kostnaði og meta stefnuna til framtíðar, þar með talið samvinnu við önnur fyrirtæki og sölu á eignum. deCODE telur að afrakstur sölu skuldabréfanna nægi til að halda áfram starfsemi fram á annan ársfjórðung, sem geri fyrirtækinu kleift að ljúka stefnumörkuninni og fylgja henni eftir án þess að leita frekari fjármögnunar.

deCODE  hefur kauprétt að skuldabréfunum til ársloka og Landsbankinn hefur rétt til að selja deCODE bréfin selji deCODE tilteknar eignir eða þann 31. desember í ár.